Vinsæll réttur, gott að eiga tilbúnar rúllur í kæli eða frysti.

Innihald

Pönnukökur - Innihald 300 ml. Vatn 125 gr. Hveiti 1 stk. Egg Salt Fylling - Innihald 200 gr. Svínahakk 1 stk. Laukur 1 tsk. Chillimauk 1 msk. Sojasósa 100 gr. Blaðlaukur 100 gr. Baunaspírur 200 gr. Hvítkál 1 stk. Hvítlauksrif 2 tsk. Kjötkraftur Raps eða ólífu olía

Aðferð

Pönnukökur - Aðferð Hveiti, vatn,þeytt með eggjahvítum og smá salti. Steikið pönnukökur en steikið lítið á seinni hliðinni. Kælið. Fylling - Aðferð Hakkið brúnað á pönnu ásamt söxuðum lauknum, chillimauki og sojasósu bætt út í. Grænmetið skorið smátt og brætt út í ásamt súpukrafti, kryddið og steikið uns allt er vel heitt. Kælið. Deilið hakkblöndunni á pönnukökurnar brjótið inn á endana og rúllið upp. Steikið gegnheitar í olíu.