Svínahnakki að austurlenskum hætti. Hentar á WOK pönnu. Hnakkastykkið er yfirleitt vel fitusprengt, mjúkt og gott kjöt sem hentar vel til að snöggsteikja.

Innihald

400 gr. Svínahnakki 1 stk. blaðlaukur 1 stk. rauð paprika 1 stk. græn paprika 6-8 greinar Brokkolí Olía til steikingar 1 – 2 dl. Matreiðslurjómi Kryddlögur: 4 msk. sojasósa 4 msk. þurrt sérrí 1 tsk. engiferrót rifin 1 tsk. svartur pipar

Aðferð

Beinlaust kjötið skorið í mjóar lengjur. Kryddlögur blandaður og dreyft yfir kjötið. Látið marinerast í 1 – 2 klukkustundir, jafnvel lengur. Brokkolí hlutað í sundur, annað grænmeti skorið þunnt. Olían hituð á pönnu og grænmetið snöggsteikt. Kjötinu bætt á pönnuna ásamt kryddleginum, steikið við snarpan hita þar til kjötið brúnast vel. Rjóma bætt út og soðin aðeins niður. Gott með hrísgjónum og góðu salati