Svínakjöt hefur fengist á góðu verði undanfarin misseri, því er þessi matarmikli pottréttur bæði ódýr og auðveldur. Frekar bragðmildur eins og hann er hér en þeir sem vilja sterka rétti gætu t.d. bætt jalapeno út í eða öðrum chili.

Innihald

1 kg. Svínagúllas 2-3 stk. Gulrætur 1-2 stk. Laukur 4-5 rif Hvítlauk 2 x ½ ds. Tómatar maukaðir 1 stk. Græn paprika 3 msk. Kóríander 2 -3 msk. Oregano 1 stk. Chili 3 msk. Tómatpurre 2 teningar Svínakraftur Salt og svartur pipar Olía Vatn Sýrður rjómi Tortilla flögur

Aðferð

Hitið olíu í djúpum potti. Saxið lauka, skerið papriku gróft og sneyðið gulrætur, mýkið þetta aðeins í olíunni. Takið til hliðar. Brúnið svínaskjötið á öllum hliðum í dálítilli olíu, betra að steikja ekki of mikið í senn. Setjið allt í pottinn og bætið við svínakrafti ásamt vatni þannig að fljóti yfir, látið malla við vægan hita í 45-60 mínútur, hrærið í annað slagið. Fræhreinsið chili og saxið ásamt hvítlauk og kryddjurtum, bætið í pottinn. Setjið tómatana í réttinn og bragðbætið með tómatpurre, salti og nýmuldum svörtum pipar. Berið fram rjúkandi heitt með Tortilla flögum og sýrðum rjóma. Guacamole á vel við réttinn einnig hrísgrjón.