Ekki þarf alltaf  dýrar steikur til að slá upp girnilegri grillveislu. Börnum finnst spennandi að fá hakkbollur á teini. Einfalt og  fljótlegt, án mikils tilkostnaðar.

Innihald

500 gr. Nautahakk 3 msk. Brauðmylsna 1 stk. Egg 3 msk. Graslaukur saxaður Salt og pipar 1 stk. Rauð paprika 1 stk. Græn paprika ½ fl. Hunt´s BBQ sósa

Aðferð

Hrærið eggi, brauðmylsnu og graslauk saman við kjöthakkið, kryddið með salti og pipar og látið standa um stund. Skerið paprikurnar í frekar stóra bita, mótið littlar bollur úr kjöthakkinu. Þræðið á grillteina, til skiptis paprikubitum og bollum, pennslið með BBQ sósu. Ef notaðir eru grillteinar úr tré, þá er nauðsynlegt að þeir liggi í vatni í 15 mín. hið minnsta svo þeir brenni ekki. Setjið á vel heitt grillið, tíminn sem eldun tekur fer eftir stærð á kjötbollunum og hita á grillinu, áætla má 8-10 mínútur. Snúið oft og pennslið með BBQ sósu af og til. Berið fram með t.d. soðnum hrísgrjónum og góðri grillsósu.