Þetta er sígild nautasteik sem öllum líkar, auðveld og ljúfeng með piparrótarsósu og góðu meðlæti. Áætluð fyrir fjóra.
Innihald
Innihald 1 kg. Nautafilet, 2 tsk. Olífuolía, 1 stk. Hvítlauksrif, 2 msk. Brauðrasp, 1 msk. Steinselja, 1 tsk. Salt, 1 tsk. Svartur pipar Piparrótarsósa 1 ds. Sýrður rjómi, 2 msk. Piparrrót, 1 tsk. Sítrónubörkur, tsk. Sojasósa, ½ tsk. Tabasco, 1 tsk. Sykur
Aðferð
Aðferð Kjötið sett í ofnskúffu, hvítaukur skorinn í tvennt og nuddað ásamt ólífuolíu, í kjötið. Brauðraspi, saxaðri steinselju, salti og pipar blandað saman og dreift á kjötið. Steikið kjötið í ofni í 30 mínútur við 180-200°C. aukið hitann í 220°C gráður síðustu 10 mínúturnar. Takið steikina úrofninum og vefjið í álpappír og látið standa og hvíla í u.þ.b. 10 mín Sósa aðferð Hrærið sýrðan rjóma með rifinni piparrót og rifnum berki af sítrónu ásamt sykri, tabasco og sojasósu. Kælið góða stund. Berið fram með ofnsteiktum kartöflubátum og góðu grænmeti.