Góður svínakjötréttur þar sem fyllingin gefur aukið bragð og rasp-hjúpurinn heldur kjötinu safaríku. Áætlaður fyrir fjóra.
Innihald
Innihald 8 stk. Grísakótelettur 1 bolli Hveiti 1 bolli Brauðrasp 2 stk. Egg Svínakjötskrydd 4-5 msk. Olía Fylling innihald 1 stk. laukur 3 msk. olía 240 g.r sveppir 2 msk. timian 2 msk. steinselja 6 msk. brauðrasp 2-3 msk. rjómi
Aðferð
Aðferð Skerið vasa í kóteletturnar og setjið fyllinguna á vasann. Lokið með tannstöngli og veltið upp úr hveiti, síðan eggjum og að síðustu raspinu. Steikið kótiletturnar á báðum hliðum á pönnu, síðan settar í ofnskúffu og steiktar í ca. 20-30 mín. við 120-140°C hita. Aðferð við fyllingu Laukur smátt saxaður og steiktur í olíu á pönnu ásamt söxuðum sveppum, brauðraspi og söxuðum kryddjurtum. Rjóma bætt við og hann soðin niður. Kælið fyllinguna og setjið í vasana á kótelettunum