Matarmikill og bragðgóður pottréttur, hentar vel sem veisluréttur, betra er að búa hann til með góðum fyrirvara. Afganga má frysta.
Innihald
500 gr. Nautakjöt 5 stk. Laukar 3 stk. Gulrætur 4 stk. Hvítlauksrif 1 stk. Paprika græn 1 stk. Paprika rauð 1/1 ds. Tómatar flysjaðir 1 ds. Tómatpurre 4 tsk. Paprikuduft 1/2 tsk. Chillipipar Salt og svartur pipar 2-3 dl. Matreiðslurjómi 1 msk. Maizenamjöl 5 dl. Kjötsoð. 3 msk. Olía
Aðferð
Grænmetið þvegið, snyrt og skorið í sneiðar. Kjötið, (oftast bógur eða framhryggur) skorið í fremur smáa munnbita. Olía hituð í potti og laukurinn mýktur í henni, þá er kjötið brúnað. Mörðum hvítlauk ásamt restinni af grænmeti bætt út í pottinn og steikt aðeins. Hiti lækkaður, kjötsoðinu bætt í pottinn ásamt tómötum og tómatkrafti. Bætið kryddinu í og látið smá krauma undir loki þar til kjötið er meyrt. Hrærið maizenamjölið í 1 bolla af vatni og þykkið réttinn. Bætið rjóma í pottinn og smakkið til. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, salati og góðu brauði.