Roast Beef er veislusteik í dýrari kantinum því er mikilvægt að hún heppnist vel. Hér er mjög auðveld aðferð við matreiðsluna, ef farið er eftir leiðbeiningum.

Innihald

1 ½ kg. Nautavöðvi 4 stk. Hvítlauksgeirar Salt og svartur pipar 2 msk. ca. Matarolía

Aðferð

Kjötið nuddað með olíu og einum hvítlauksgeira, salti og nýmuldum pipar. Hvolfið undirskál á matardisk og setjið kjötið þar á. Eldið við fullan styrk í 10 mín. Hvítlauksgeirar flísaðir og þeim stungið í kjötið. Eldað áfram í 10 mín. á fullum styrk. Kjötið vafið í álpappír og látið standa í 15-20 mín. Þá er því brugðið undir vel heitt grill í smá stund til að brúna.